Íþróttaskóli barnanna hefst á laugardaginn, 23. sept.

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Íþróttaskóli barnanna

Íþróttaskóli barnanna hjá Aftureldingu hefst næsta laugardag,  eða þann 23.september.

Skráning fer nú fram á Sportabler https://www.sportabler.com/shop/afturelding

Innifalið í verði er bolur á barnið frá JAKO  og nafnamerking.

Yngstu börnin byrja fyrst, kl 9:15 – 10:00, næsti hópur kemur kl 10:15 – 11:00 og síðasti hópurinn kermur kl 11:15-12:00

Börnunum verður skipt upp í aldurshópa eftir að skráningu lýkur og er hámarksfjöldi barna í hverjum hópi 40 börn.

Ef mikil aðsókn er í yngsta hópunum þá gætu börn fædd 2020 lent í tíma kl 9:15 eða kl 10:15 Elstu börnin verða alltaf í síðasta tímanum kl 11:15. Þetta gerum við til að allir komist að.

Yfirkennari skólans er Valal en hún menntaður grunnskólakennari og íþróttakennari og vinnur á leikskólanum Höfðabergi sem leikskólakennari.

Með henni eru nemar í íþróttafræðum við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavikur.

.