Körfuboltakrakkar á ferð og flugi

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Afturelding, Körfubolti

Krakkarnir okkar í Aftureldingu Körfubolta spiluðu um helgina fjölmarga leiki.

8. bekkurinn, krakkar fæddir 2010, spiluðu í 1. umferð Íslandsmótsins vestur í bæ um helgina. Hvar þeir sigruðu báða leiki sína á laugardaginn. Fyrst ÍA eftir hörkuleik og fylgdu því svo eftir með öðrum flottum sigri á KR-e. Á sunnudaginn lék liðið hreinan úrslitaleik gegn Haukum –b  um hvort liðið flyst upp um riðil fyrir næstu umferð.  Það var hörku leikur en hann tapaðist með fjórum stigum.   Lokaleikur sunnudagsins var svo gegn ÍR og vannst hann með miklum mun.

5.bekkur  eða minnibolti 10 ára spilaði síðan einnig sína fyrstu leiki um helgina en þeir leikir foru fram í Reykjanesbæ nánar tiltekið Keflavíkinni,  Við sendum tvö lið til keppni – Aftureldingu 1 og Aftureldingu 2.  Krakkarnir spiluðu samtals 8.leiki um helgina,  4 hvorn dag.    Afturelding sigraði 3 og tapaði 1 en Afturelding 2 sigraði 1 og tapaði 3.  Margir af krökkunum okkar í 5.bekk voru að spila á sinum fyrstu Íslandsmótum og var frábært að sjá gleðina og framfarir hjá krökkunum.

Hér má sjá liðsmyndir af hópunum en þau spila síðan aftur öll í 2. umferð Íslandsmótsins eftir rúmar 4. vikur.

Um næstu helgi fer síðan 7.flokkurinn af stað en það eru krakkar fæddir 2011 , þar erum við með 3 lið í keppni til Íslandsmóts,   A-liðið keppir vestur í bæ, b- liðið fer norður á Akureyri og C-liðið leikur í Varmá.  Það verður því mikið líf í körfuboltanum í Mosfellsbæ um helgina og hvetjum alla til þess að fylgjast með gangi mála og hvetja körfuboltakrakkanna okkar með dáðum.

 

Áfram Afturelding körfubolti