Körfubolti – leikir um helgina

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Afturelding, Körfubolti

Íslandsmótið í 9. og 10. flokki drengja er komið á fullt í körfuboltanum.  Um síðustu helgi lék Afturelding við Aþenu/Leikni í Austurbergi og tapaði naumlega með 2 stigum, 73-75.  Á sunnudaginn lék svo lið 2 Aftureldingar í 9. flokki við Laugdæli/Hrunamenn í Varmá en liðið leikur í 4 deild.  Eftir spennandi leik fór viðureignin samt svo að okkar menn töpuðu með einu stigi 55-56.  Lið 1 hjá Aftureldingu tók svo á móti Grindvíkingum í Varmá á miðvikudagskvöldið í 1. deild í flokknum.  Leikurinn var einstefna fyrir okkar menn og endaði með sigri okkar manna, 88-47.

Um helgina eru svo þrír leikir, laugardaginn 9. september er leikur í 10. flokki við Fjölni b og er leikið í Varmá og hefst viðureignin klukkan 14:00.  Á sunnudaginn leikur lið 1 í 9. flokki við Breiðablik í Smáranum klukkan 13:30 og lið 2. spilar við Stjörnuna c í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ klukkan 13:45.