Þrír leikmenn Aftureldingar í 16 manna lokahóp í U15

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Þjálfarar landsliða U15, U16, U18 drengja og stúlkna og U20 karla og kvenna hafa nú valið lokahópa fyrir verkefni sumarsins. Alls eru valdir 130 leikmenn frá 23 íslenskum félögum og níu erlendum félögum eða skólum. Það er okkur sönn ánægja að upplýsa að í U15 ára landsliðið drengja eigum við þrjá fulltrúa frá Aftureldingu. Í 16 manna lokahópinn voru valdir Björgvin Már Jónsson, Dilanas Sketrys og Sigurbjörn Einar Gíslason en þeir hafa tekið þátt í landsliðsæfingum í vetur þar sem 60 drengir voru í hópnum í desember og síðan 32 leikmenn í febrúar. Til gamans má geta þess að Afturelding er eina félagið sem á þrjá fulltrúa í U15 ára liðinu í ár.

Björgvin, Sigurbjörn og Dilanas.

Í ágúst mun 12 manna hópur fara til Finnlands og taka þátt í keppni þar sem mæta til leiks landslið Finna, Dana, Hollendinga og Þýskalands. Það verður spennandi á fylgjast með drengjunum í þessu verkefni en það er ánægjulegt að sjá uppskeru starfsins í deildinni koma fram með þessum hætti. Þessi árangur mun án efa efla aðra iðkenndur deildarinnar til að standa sig vel og sýna áframhaldandi vinnusemi. Hægt er að sjá alla hópanna inn á vef Körfuknattleikssambandsins.

KKD Aftureldingar er ákaflega stolt af okkar mönnum og óskum þeim góðs gengis í verkefnum sumarsins.