Einar Ingi Hrafnsson – Nýr framkvæmdastjóri Aftureldingar

Knattspyrnudeild Afturelding

Einar Ingi hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Ungmennafélags Aftureldingar frá og með 1. maí í stað Grétars Eggertssonar sem hefur verið hjá okkur síðastliðin tvö ár.

Einar Ingi er okkur vel kunnur sem leiðtogi og fyrirliði bikarmeistaraliðs handboltans árið 2023. Það má segja að Einar sé þá búinn að loka hringnum í hringrás Aftureldingar þar sem hann hefur verið iðkandi, foreldri, þjálfari og sjálfboðaliði fyrir félagið okkar þannig að reynsla hans á öllum vígstöðum mun án efa nýtast honum vel.

Einar er með BSc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík ásamt því að vera leggja lokahönd á Master í Stjórnun og Stefnumótun.

Hann hefur starfað sem vörumerkjastjóri hjá heildversluninni Halldór Jónsson síðan hann kom heim úr atvinnumennsku frá Arendal í Noregi. Einar býr í Mosfellsbænum með Þóreyju Rósu Stefánsdóttur landsliðskonu í handbolta og leikmanni Fram, þau eiga tvö börn.

Stjórn Aftureldingar þakkar Grétari innilega fyrir góð störf í þágu félagsins og óskum honum alls hins besta á nýjum vettvangi. Við erum mjög spennt fyrir framtíðinni og að fylgjast með Einari setja mark sitt á félagið.