Hvað er samkomubann?

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

UMFÍ hefur tekið saman mjög góðar upplýsingar í tengslum við áhrif samkomubanns á íþróttir og íþróttamannvirki. Mikilvægt er að hafa í huga að sömu reglur gilda um íþróttaiðkun bæði inni og úti þ.e.a.s að allt skipulagt íþróttastarf fellur niður á meðan samkomubann er í gildi. Við hvetjum forráðamenn og iðkendur til þess lesa viðbrögð UMFÍ við COVID, þau má finna …

Kristrún nýr framkvæmdastjóri Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Kristrún Kristjánsdóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Aftureldingar í stað Jóns Júlíusar Karlssonar sem hverfur til sambærilegra starfa fyrir Ungmennafélagið í Grindavík. Kristrún kemur til starfa frá Deloitte þar sem hún var verkefnastjóri í fjármálaráðgjöf en áður starfaði hún sem sérfræðingur hjá Kauphöll Íslands. Hún hefur lokið MBA gráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum og BSc prófi í hagfræði auk prófs …

Pistill frá formanni: Ótrúleg samstaða!

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Góðan og blessaðan daginn kæru vinir í Aftureldingu nær og fjær. Þetta eru aldeilis einstakir tímar sem við erum að upplifa núna og við eigum eflaust öll eftir að muna þennan tíma svo lengi sem við lifum. Ég er ótrúlega stolt af félaginu okkar hvernig við höfum brugðist við, þjálfarar margir hverjir eru gríðarlega metnaðarfullir og hvetjandi að senda iðkendum …

Áskorun dagsins

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Þó svo að skipulagt íþróttastarf hafi tímabundið verið lagt niður, þá getum við flest haldið áfram að hreyfa okkur og hafa gaman. Á næstu dögum munum við setja inn áskoranir dagsins sem við hvetjum alla fjölskyldumeðlimi til að vera með í. Við hvetjum ykkur svo til þess að deila gleðinni með okkur. Instagram @umfafturelding  og merkiði deildina ykkar líka! #heimaæfingAfturelding 24. …

Skipulagt íþróttastarf fellur niður næstu daga

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Heilbrigðisráðuneytið, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, hefur sent frá sér leiðbeinandi viðmið um hvernig beri að túlka auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar þegar kemur að íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna. Hvað varðar íþróttastarf barna og ungmenna er eftirfarandi beint til íþróttahreyfingarinnar: „…að virtum þeim sjónarmiðum og skýringum sem fram …

Unnið að viðmiðum fyrir íþróttastarfið

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Stjórnvöld vinna hörðum höndum að leiðbeinandi viðmiðum um íþrótta- og æskulýðsstarf í skugga samkomubanns og tilheyrandi takmarkana sem í þeim felst. Forsvarsfólk ÍSÍ, UMFÍ og fleiri félagasamtaka fundaði um mótun viðmiðanna í gær með þeim Lilju D. Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, Páli Magnússyni ráðuneytisstjóra, Óskari Þór Ármannssyni, sérfræðingi og starfsfólki ráðuneytisins. Íþróttahreyfingin leggst á eitt við að koma vangaveltum og …

Aðalfundum Aftureldingar frestað

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Aðalstjórn Afturelding hefur ákveðið að fresta öllum aðalfundum deilda félagsins á meðan samkomubann ríkir á Íslandi í kjölfar COVID-19. Þær deildir sem eiga eftir að halda sína aðalfundi munu gera það á tímabilinu 15. -29. apríl næstkomandi ef aðstæður leyfa. Nýr fundartími aðalfunda verður kynntur síðar. Aðalfundur Aftureldingar, sem átti að fara fram 16. apríl er frestað til 30. apríl …

Upplýsingar frá UMFÍ vegna samkomubanns

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Áhrif samkomubanns á íþrótta- og æskulýðsstarf Stjórnvöld virkju í dag heimildir sóttvarnarlaga til að takmarka samkomur á Íslandi. Í þeim felst sú fordæmalausa aðgerð að takmarkanir eru settar á allar skipulagðar samkomur vegna farsóttar, þ.e. samkomubann sem tekur gildi á miðnætti á sunnudagskvöld til næstu fjögurra vikna. Um tvenns konar bann er að ræða. Annars vegar samkomubann sem gildir frá …