Fulltrúar Aftureldingar í U landsliðum Íslands

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Íslensku landsliðin í U17 og  U19 landsliðum hafa verið á faraldsfæti undanfarnar vikur. U17 spiluððu á NEVZA mótinu sem haldið var í Danmörku um miðjan október.  Þar átti Afturelding fulltrúa í kvennaliðinu í Sunnu Rós Sigurjónsdóttur og aðstoðarþjálfari liðsins var Thelma Dögg Grétarsdóttir. Bæði liðin náðu 5.sæti á mótinu eftir sigur á Færeyjum í síðustu leikjum liðanna.

Thelma Dögg Grétarsd og Sunna Rós Sigurjónsd.

Í síðustu viku héldu U19 liðin  til Rovaniemi í Finnlandi til að taka þátt  í NEVZA en sá bær er í Lapplandi og er sagður vera heimasvæði jólasveinsins sem gjarnan kemur og heilsar upp á keppendur.

Fulltrúar Aftureldingar voru Isabella Rink og Dórothea Huld Aðils Sigurðardóttir og einnig  Atli Fannar Pétursson  sem var aðstoðarþjálfari kvennaliðsins.

Aðalþjálfari U19 karlaliðsins kom einnig frá Aftureldingu og var það Borja Gonzalez Vicente.

Kvennaliðið endaði í 5.sæti eftir sigur á Færeyjum  og Englandi.  Karlaliðið endaði í 7.sæti eftir tap í síðasta leik gegn Englandi eftir að hafa unnið þá fyrr í mótinu.

Við óskum okkar fólki til hamingju  með landsliðsferðirnar og erum stolt af þeim.