Blakæfingar hefjast samkvæmt stundatöflu 1. september

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Blakdeildin hefur sitt 24. starfsár og  21. starfsár fyrir yngri flokka föstudaginn 1.september samkvæmt tímatöflu deildarinnar.

Skráning fer fram á Sportabler.is 

Við bjóðum yngri iðkendur sérstaklega velkomna á æfingar og er frítt að koma og prufa æfingar en æfingar fara fram bæði í Lágafellsskóla fyrir U10 börn (3.og 4.bekkur) og að Varmá en U12 (5.og 6.bekkur) æfa bæði í Lágafelli og að Varmá.

Mótahald fyrir yngri iðkendur eru t.d. Íslandsmót hjá okkur að Varmá í október,  á Akureyri og í Neskaupstað svo spennandi vetur framundan.