Fyrirlestur um leikreglur

Fyrirlestur um leikreglur í upphafi keppnistímabilsins

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Afturelding, Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar fékk Rúnar Birgi Gíslason, alþjóða eftirlitsmann FIBA, til að halda stuttan fyrirlestur um helstu leikreglur í körfuboltanum og fór kynningin fram þriðjudagskvöldið 29. ágúst.  Þessi kvöldstund var hugsuð fyrir eldri iðkendur í körfubolta hjá Aftureldingu og foreldra til að öðlast betri skilning á störfum dómara og helstu reglum íþróttarinnar.  Á sama tíma er verið að undirbúa iðkendur til að taka að sér dómgæslu og ef til vill verða einhverjir foreldrar tilbúnir til þess að taka að sér dómgæslu á leikjum í vetur.  Fyrirlestur Rúnars mæltist vel fyrir og var mjög góð mæting, bæði ungir leikmenn og foreldrar.  Mjög góð leið til að hefja keppnistímabilið enda stutt í fyrstu leiki á Íslandsmóti í elstu flokkunum.  Strax núna um helgina hefst keppnistímabilið, 10. flokkur ríður á vaðið með útileik gegn Aþenu/Leikni í íþróttamiðstöðinni Austurbergi á laugardaginn 2. september klukkan 15.  Á sunnudaginn eru svo bæði liðin i 9. flokki að keppa, lið 2 á heimaleik gegn Laugdælum og hefst leikurinn klukkan 10:30 í sal 3 í Varmá og lið 1 keppir síðan  við Grindavík á sama stað klukkan 12.