Körfubolti – Hætt við breytingar á æfingatímum 1.-4. bekkjar

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Afturelding, Körfubolti

Við ætluðum að reyna að færa æfingatíma til í 1.-4. bekk vegna skörunar við knattspyrnuæfingar, Við mislásum frístundarútuna og flækjustigið sem þessu veldur sem er töluvert meira en hagræði af því að gera þetta. Við höfum þó ákveðið að æfingar á föstudögu færist yfir í Varmá en við höldum sömu tímum eins og fyrirfram var ákveðið. Þetta ætti því ekki að skarast á við frístundarútu og þeir sem eru í knattspyrnu geta þá fært sig yfir eftir hálfa æfingu. Þetta var tilraun hjá okkur sem því miður gengur ekki upp. Æfingar verða því á föstudögum

  • 1.-2. bekkur Varmá 15.00-16.00
  • 3.-4. bekkur Varmá 16.00-17.00

Við byðjum ykkur innlega afsökunar á þessu róti og vonum að þetta skýri og lagi stöðuna.

Kær kveðja

Sævaldur Bjarnason Yfirþjálfari KKDA