Stelpurnar okkar komnar í FINAL 4 í Kjörísbikarnum

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Meistaraflokkur kvenna í blaki er komin áfram í FINAL 4 helgina í Kjörísbikarnum í blaki.  Undanúrslitin verða spiluð á fimmtudaginn 15.febrúar og spilar Afturelding við Blakfélag Hafnafjarðar kl 19:30.  Sigurliðið úr þeim leik fer í úrslitaleikinn á móti HK eða KA og verður sá leikur spilaður kl 13:00 á laugardaginn þann 17.febrúar.  Undanúrslitaleikirnir eru sýndir beint á RUV 2 og úrslitaleikirnir á laugardaginn verða sýndir beint á RUV .

Við hvetjum Aftureldingarfólk til að fjölmenna og lita stúkuna rauða og styðja okkar stelpur til sigurs.

Miðasala er hér

♥ Áfram Afturelding – Alla leið ♥