Körfuboltamaraþon

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Nú stendur yfir körfuboltamaraþon hjá drengjum í 8.-10. flokki sem eru að safna sér fyrir keppnisferð til Danmerkur og Svíþjóðar í vor.  Ragnar Ágúst gerði þetta stórskemmtilega myndaband í byrjun dags en strákarnir hófu maraþonið klukkan 8 í morgun og verða til klukkan 20 í kvöld.  Ekki var hægt að vera allan daginn í körfubolta þar sem aðrar deildir Aftureldingar þurftu auðvitað að nýta sýna tíma en á meðan voru teknar styrktaræfingar og leikir greindir á myndbandsfundi.  Allt er þetta tengt því að bæta sig í körfuboltanum.

https://www.facebook.com/749648187/videos/728536779257021/