Íslandsmeistaratitill í strandblaki kvenna !!!

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Íslandsmótið í strandblaki var haldið í Kjarnaskógi á Akureyri um liðna helgi. Frábær þátttaka var í mótinu og spilað í tveimur karladeildum og 4 kvennadeildum ásamt unglingadeild, og markar þetta lok strandblakssumarsins og upphaf inniblaksins hjá mörgum.   Okkar kona; Thelma Dögg Grétarsdóttir  ásamt spilafélaga sínum Hjördísi Eiríksdóttur urðu Íslandsmeistarar eftir sigur á Daníelu Grétarsdóttur og hennar spilafélaga, Margréti sem …

Íslenska karlaliðið í blaki á lokamóti Evrópskra smáþjóða

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Afturelding á tvo fulltrúa í íslenska karlalandsliðinu sem tekur nú þátt í lokamóti Evrópskra smáþjóða sem spilað er  í Edinborg í Skotlandi. Fulltrúar  Aftureldingar eru Atli Fannar Pétursson og Hafsteinn Már Sigurðsson sem báðir spila með karliði félagsins og þjálfa yngri iðkendur.  Íslensku strákarnir héldu erlendis í gær, miðvikudag og spiluðu fyrtsa leikinn í dag sem þeir töpuðu 3-1  gegn …

Aftureldingarfólk með gullið og Evrópumeistarar Smáþjóða í blaki kvenna

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Í dag, sunnudag, spilaði íslenska kvennalandsliðið í blaki til úrslita um Evrópumeistaratitil Smáþjóða en lokakeppnin fór fram í Luxemborg. Úrslitaleikurinn var á milli Skotlands og Íslands og vann Ísland leikinn 3-2. Afturelding var með 4 leikmenn í íslenska landsliðinu auk þjálfara og fararstjóra. Í lok mótsins er valið draumalið mótsins og átti Ísland 3 leikmenn í liðinu og koma þeir …

Fjórar úr Aftureldingu með A landsliði kvenna.

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Afturelding á 4 leikmenn í A landsliði kvenna í blaki en Ísland tekur þátt í lokamóti Smáþjóða sem fram fer í Luxemborg þessa dagana. Leikmenn Aftureldingar eru: Daníela Grétarsdóttir, Thelma Dögg Grétarsdóttir, Tinna Rut Þórarinsdóttir og Valdís Unnur Einarsdóttir.  Fararstjóri hópsins kemur einnig úr röðum Aftureldingar;  Einar Friðgeir Björnsson  sem og þjálfari liðsins sem er Borja  Gonzales Vincente þjálfari karla- …

Áfram Afturelding – Íslandsmeistaratitill undir.

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Stelpurnar okkar í blakinu spila um Íslandsmeistaratitilinn að Varmá kl 19:00 miðvikudaginn 10.maí. Ef stelpurnar vinna þennan leik þá hampa þær titlinum, ef ekki þá verður hreinn oddaleikur á Akureyri á föstudaginn. Við hvetjum allt Aftureldingarfólk til að mæta á leikinn og styðja stelpurnar en áhorfendur geta svo sannarlega gert gæfumuninn. Miðasala á STUBB appi en  börn og unglingar  yngri …

Aðalfundur blakdeildar Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingBlak

Stjórn blakdeildar Aftureldingar boðar til aðalfundar mánudaginn 20 mars kl 20.00 Fundurinn verður haldinn í Vallarhúsinu við íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ. Framboð til stjórnarstarfa skulu berast eigi síðar en 15.mars og skal framboðum skilað til framkvæmdarstjóra Aftureldingar gretar@afturelding.is. Dagskrá fundar Fundarsetning Kosning fundarstjóra og fundarritara Formaður deildarinna gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári Gjaldkeri deildar leggur fram …

Undanúrslit Kjörísbikarins

Ungmennafélagið AftureldingBlak

Strákarnir okkar spila í undanúrslitum  Kjörísbikarsins á morgun 9. mars kl 17.15 í Digranesinu. Fyllum Digranesið og hvetjum þá áfram í úrslitaleikinn sem verður á laugardaginn kl 12.30

Lið fyrri hluta Íslandsmótsins- Fulltrúar Aftureldingar

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Í dag, 29.janúar var tilkynnt um það hverjir væru í liði fyrri hluta tímabilsins, bæði hjá körlum og konum í blaki. Aftuelding átti einn fulltrúa kvennamegin, þar sem Valdís Unnur Einarsdóttir var valin ein af tveimur bestu miðjuspilurum mótsins.  Karlamegin átti Afturelding tvo fulltrúa þar sem Dorian Poinc var valinn einn af tveimur bestu köntum mótsins og Hafsteinn Már Sigurðsson …

Kveðja frá Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingBlak

Þann 31. október lést Mundína Ásdís Kristinsdóttir. Munda hefur fylgt blakdeild Aftureldingar frá stofnun hennar.  Hún var sjálf leikmaður, síðar sjálfboðaliði, alltaf vinkona og einstök félagskona, auk þess að sinna svo ótal mörgum hlutverkum fyrir félagið. Munda vann afskaplega óeigingjarnt starf fyrir blakíþróttina, bæði hér í Mosfellsbæ, en hún fór einnig í fjölmargar ferðir fyrir hönd Blaksambands Íslands, sem sjúkraþjálfari …

U19 landslið kvenna á NEVZA í Finnlandi

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Kvennalið Íslands í U19 hélt til Finnlands á fimmtudagsmorguninn til að keppa á NEVZA mótinu í blaki. Afturelding á 3 fulltrúa í liðinu auk þjálfarans og fararstjóra liðsins. Leikmenn liðsins eru: Lejla Sara Hadziredezepovic, Rut Ragnarsdóttir og Valdís Unnur Einarsdóttir en þær tóku allar einnig þátt í verkefnum A landsliðsins s.l. sumar. Þjálfari liðsins er þjálfari mfl kk og kvk …