Íslandsmeistaratitill í strandblaki kvenna !!!

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Íslandsmótið í strandblaki var haldið í Kjarnaskógi á Akureyri um liðna helgi.

Frábær þátttaka var í mótinu og spilað í tveimur karladeildum og 4 kvennadeildum ásamt unglingadeild, og markar þetta lok strandblakssumarsins og upphaf inniblaksins hjá mörgum.

 

Okkar kona; Thelma Dögg Grétarsdóttir  ásamt spilafélaga sínum Hjördísi Eiríksdóttur urðu Íslandsmeistarar eftir sigur á Daníelu Grétarsdóttur og hennar spilafélaga, Margréti sem hlutu silfur.

Karlamegin urðu Atli Fannar Pétursson og Hafsteinn Már Sigurðsson í þriðja sæti og í 2.deild kvenna urðu Lilja Minný Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Ólafsdóttir í öðru sæti.

Stigameistari kvenna var svo Daníela okkar Grétarsdóttir.

Blakdeildin óskar öllum vinningshöfum til hamingju með frábæran árangur  og er ákaflega stolt af sínu fólki.!!!