Æfingar í karate hefjast í byrjun janúar

Karatedeild Aftureldingar Karate

Byrjenda- og framhaldsæfingar hjá Karatedeild Aftureldingar hefjast eftir áramót skv. stundaskrá
Æfingar framhaldshópa hefjast þriðjudaginn 3. janúar og byrjenda hefjast miðvikudaginn 4. janúar

Í karate er unnið m.a. með styrk, jafnvægi, samhæfingu, sjálfsstjórn, áræðni, minni og síðast en ekki síst sjálfsvörn.
Komið í prufutíma – það kostar ekkert! Allir nýjir iðkendur eru velkomnir og hægt er að prófa í tvær vikur án skuldbindingar (4 æfingar).
Allir fá karategalla (gi) þegar búið er að greiða æfingagjöld.
Karatedeildin er með frábæra aðstöðu í bardagasalnum að Varmá.
Hægt er að nota frístundaávísun Mosfellsbæjar eða Reykjavíkur.
Skráning fer fram í gegnum https://www.sportabler.com/shop/afturelding/karate

karate