Íþróttamaður og -kona Aftureldingar 2022

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Loksins gátum við lokað árinu almennilega með góðri og fjölmennri uppskeruhátíð, þar sem kunngjörð voru úrslit íþróttamanns og -konu Aftureldingar og fjöldi annarra viðurkenninga veittur, bæði íþróttafólksinu okkar og sjálfboðaliðum.

Undanfarnar tvær vikur  höfum við kynnt íþróttafólkið okkar sem tilnefnt var til íþróttamanns og íþróttakonu Aftureldingar. Deildirnar senda inn tilnefningar til skrifstofu Aftureldingar, þegar tilnefningar hafa borist er þriggja manna nefnd sem kemst að niðurstöðu. Í nefndinni sitja Geirarður Long fyrir hönd Aðalstjórnar, Gunnar Birgisson íþróttafréttamaður og Hanna Björk Halldórsdóttir íþróttafulltrúi Aftureldingar

Í ár voru eftirtaldir tilnefndir til íþróttamanns og íþróttakonu Aftureldingar fyrir árið 2022.

Blak:
Thelma Dögg Grétarsdóttir
Sebastian Sævarsson Meyer
Fimleikar:
Lilia María Hafliðadóttir
Guðjón Magnússon
Handbolti:
Susan Barinas
Blær Hinriksson
Karate:
Þórður Jökull Henrysson
Knattspyrna:
Hildur Karitas Gunnarsdóttir
Georg Bjarnason
Sund:
Ásdís Gunnarsdóttir
Ingvar Orri Jóhannesson
Taekwondo:
Justina Kiskeviuciute
Wiktor Sobczynski
12.deildin – Kviss
Dóri DNA og Steindi Jr.

Íþróttakona Aftureldingar 2022 er Thelma Dögg Grétarsdóttir blakkona,

Thelma Dögg er uppalin í Aftureldingu, hún hefur allan sinn blakferil á Íslandi spilað með félaginu. Í nóvember sneri Telma aftur út í atvinnumennsku og þá til Svíþjóðar þar spilar hún í efstu deild með liði Hylte/Halmstad, sem á síðasta ári urðu þrefaldir meistarar.

Á síðasta leikári var Thelma yfirburðar leikmaður á blakvellinum og var burðarás í liði Aftureldingar sem komst í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn. Á ársþingi Blaksambands Íslands þar sem viðurkenningar voru veittar síðustu leiktíð fékk Thelma Dögg eftirtaldar viðurkenningar: Stigahæsti leikmaðurinn í sókn. Stigahæsti leikmaðurinn í uppgjöf. Hún var besti Díó-inn á leiktíðinni og í draumalið leiktíðarinnar. Þar að auki var Thelma valin besti leikmaður leiktíðarinnar.

Í sumar spilaði Thelma sem fyrirliði íslenska landsliðsins í blaki í undankeppni Evrópumótsins.

 

Íþróttamaður Aftureldingar 2022 er Georg Bjarnason knattspyrnumaður

Georg spilar sem bakvörður og átti frábært sumar, þar sem hann var einn af betri bakvörðum deildarinnar en hann hefur spilað í Mosfellsbænum undanfarin 4 ár. Georg hefur vaxið gríðarlega sem leikmaður á þeim fjórum árum sem hann hefur spilað með félaginu og átti sitt besta tímabil í sumar en hann varðist mjög vel í leikjum og lagði einnig upp mikið að mörkum og skoraði eitt. Georg spilaði allar mínútur á undirbúningstímabilinu og tímabilinu áður en hann fór út til Bandaríkjanna til náms í ágúst.

Georg drífur liðsfélaga sína áfram með góðu fordæmi og leggur sig allan fram í leikinn.  Barátta hans er til mikillar fyrirmyndar en hann gefur ekkii tommu eftir þegar hann á í höggi við andstæðinga sína.

 

 

Vaninn er að Mosfellsbær færi þeim viðurkenningu sem hafa tekið þátt í landsliðsverkefnum á árinu en í ár varð breyting á, við vildum endilega viðurkenna þessi afrek, við veittum því 60 iðkendum frá 10 deildum rós og klapp á bakið. Við erum ákaflega stol af þessum frábæra hóp sem við eigum.

 

 

Einsog undanfarin ár þá veitum við ýmsar aðrar viðurkenningar. Vinnuþjarkur 2022 var valinn Teitur Ingi Valmundsson sem hefur lagt ómælda vinnu í frjálsíþróttadeildina svo eftir er tekið, í ár stofnaða frjálsíþróttadeild Aftureldingar hlaupahóp og var Teitur þar fremstur í flokki. Einnig var hann allt í öllu við viðburði eins og Álafosshlaupið og Drulluhlaupið í sumar voru að miklu leiti á hans herðum og eru viðburðir sem við erum stolt af.

 

Starfsbikar UMFÍ – Að þessu sinni varð fyrir valinu einvala hópur frá blakdeildinni undir styrkri stjórn Gunnu Stínu sem sjá um að manna og framkvæmaTindahlaupið sem hefur fest sig sem einn af aðalviðburðunum í Túninu heima.

 

 

 

Hópabikar UMSKEldri drengjahópur Fimleika.

Í vor tókst fjórum drengjum af þessum hóp að komast inn í drengjalandsliðið sem keppti á EM  sem fór fram í Luxemborg í September. Drengirnir okkar fjórir voru þeir yngstu í landsliðinu og þeir ljúka þessu ári með alla þá titla sem hægt er að vinna á árinu og stefnan þeirra er að halda þeim tiltlum innan veggja Aftureldingar á komandi ári.

Hvatabikar Aðalstjórnar fékk Meistaraflokksráð karla í fótbolta.  Umgjörðin á heimaleikjum vakti athygli víða fyrir frumlegheit. Boðið var upp á ýmsa viðburði fyrir áhorfendur en þar má nefna klippingu, nudd, steikarveislu, tattú og heitan pott!

 

 

 

Þjálfari ársins er Anna Valdís Einarsdóttir  fimleikaþjálfari. Hún er búin að þjálfa hjá okkur í 12 ár. Það eru forréttindi að fá að halda í svona einstakan þjálfara og finna og sjá metnað hennar og áhuga á vexti og eflingu fimleikadeildarinnar sem hefur notið góðs af. Anna Valdís er alveg einstaklega natin við krakkana alveg sama hvaða aldur það er.

 

 

Við eigum marga góða og dygga vildarvini og stuðningsaðila sem okkur þykir nauðsynlegt að láta vita hversu þakklát við erum fyrir þau. Að þessu sinni langar okkur að þakka Kjötbúðinni og Geira sérstaklega fyrir þeirra stuðning. Það er alltaf gott að leita til ykkar og þið eruð ávalt boðnir og búnir að hlaupa undir bagga með okkur.

 

 

Í ár veitir Aðalstjórn Aftureldingar í annað sinn viðurkenningu fyrir afrek ársins. Þá viðurkenningu hlaut Lejla Sara Hadziredzepovic, en hún afrekaði það að spila fyrir öll landslið Blaksamand Íslands U17, U19, U21 og A landslið kvenna.

 

 

 

Þá veitti Aðalstjórn Aftureldingar heiðursviðurkenningar til sjálfboðaliða sem hafa staðið vaktina undanfarin ár. Veitt voru brons-, silfur- og gullmerki.

Eftirfarandi aðilar fengu bronsmerki Aðalstjórnar:

Magnús Freyr Ólafsson
Margrét Ragnarsdóttir
Þröstur Óskarsson
Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir
Guðrún Björg Elíasdóttir
Teitur Ingi Valmundsson
Alda Kristinsdóttir
Elísabet Jóhannsdóttir
Erla Dögg Ragnarsdóttir
Sigurður Hansson
Elín Ragnarsdóttir
Ingvar Ormarsson
Agnar Freyr Gunnarsson
Ágúst  Jóhannsson
Ragnheiður Ásta Rúnarsdóttir
Dagbjört Jónsdóttir
Erla Eiríksdóttir
Inga Rut Hjaltadóttir
Kirstín Lára Halldórsdóttir
Sigurbjartur Sigurjónsson
Steingrímur Benediktsson
Ela Sobczynska
Heiðveig Magnúsdóttir
Ragnheiður Vídalín Gísladóttir
Sigrún B Sveinsdóttir

 

 

 

 

 

Silfurhafar í ár voru:

Helga jóhannesdóttir
Hilmar Gunnarsson
Einar Friðgeir Björnsson
Jórunn Edda Hafsteinsdóttir
Anna Olsen
Ása Dagný Gunnarsdóttir
Einar Guðmundsson
Svanþór Einarsson

Haukur Skúlasson

 

 

 

 

 

Í ár voru veitt 4 gullmerki. Þau fóru til eftirfarandi sjálfboðaliða:
Guðbjörg Fanndal Torfadóttir sem hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir knattspyrnudeild í ýmsum hlutverkum bæði fyrir BUR og sem formaður deildarinnar.

Gunnar Kristleifsson og Ingi Már Gunnarsson verða ekki nefndir nema saman sem eru með elstu og dyggustu sjálfboðaliðum félagsins þeir sjá um klukkuna í handboltanum og hafa á sér það orð að klikka aldrei og eru mjög virtir innan dómarastéttar HSÍ svo að um það er rætt.

 

 

 

Þórey Björg Einarsdóttir sem hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir blakdeildina í ýmsum hlutverkum. Þórey hefur verið starfandi með deildinni frá því 2000, Hún er búin að vera í flest öllum ráðum deildarinnar. Hún var einnig með í öldungaráði  fyrir Mosöld 2002, Mosöld  2010 og Mosöld 2017 . Hún hefur setið í  stjórn blakdeildar frá 2002 til 2021.  Þegar við stofuðum  BUR tók hún að sér gjaldkerastarfið  þar frá 2012 til 2017 ásamt fleiri verkefnum.

Við þökkum þeim fjöldamörgu iðkendum og sjálfboðaliðum fyrir komuna í gær. Það gladdi okkur mikið að geta tekið á móti ykkur öllum aftur.
Aðalstjórn og starfsmenn skrifstofu Aftureldingar þakkar fyrir liðið ár, við hlökkum mikið til að takast á við nýtt ár með ykkur.

Gleðilega hátíð.

 

 

Myndir: Raggi Óla