Hlaupahópur Aftureldingar – Mosóskokk

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Nú um áramótin lýkur fyrsta tímabili hlaupahóps Aftureldingar sem við lögðum upp með að væri nokkurs konar prufu tímabil. Mat okkar er að þetta hafi gengið nokkuð vel og erum spennt fyrir framhaldinu og ætlum að sjálfsögðu að halda ótrauð áfram á nýju ári.
Fyrirkomulag næsta árs verður nokkurn veginn með sama hætti en þó með lítilli breytingu. Áfram verða æfingar á mánudögum og miðvikudögum, undir stjórn þjálfara, sem hefjast kl.17:30 og farið verður frá Lágafellslaug eða Varmárlaug. Breytingin verður sú að laugardagsæfingarnar verða skipulagðar af Berki en undir handleiðslu Kollu, Sigurjóns eða Valda. Það munu þó vera einhver skipti sem Börkur þjálfari mun koma með okkur og sjá um laugardagsæfinguna.
Sem fyrr verður markmiðið að halda þátttökugjaldi hóflegu og hefur verið ákveðið að bjóða upp á tvær þátttökuleiðir. Annarsvegar verður í boði að skipta árinu í tvennt, janúar – júní og júlí – desember og mun hvort tímabil kosta 20 þúsund krónur. Hin leiðin er að greiða fyrir allt árið og er gjaldið fyrir það 30 þúsund krónur.
Sem fyrr fer skráningin fram á Sportabler https://www.sportabler.com/shop/afturelding/frjalsar.
Við hvetjum öll til að skrá sig og jafnframt að bera út boðskapinn til að stækka og efla hópinn.
Jólakveðjur nefndin.
Á myndinni má sjá hluta hlaupahópsins í kirkjuhlaupinu sem fram fer annan í jólum ár hvert.