Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Frjálsar

Stjórn frjálsíþróttadeildar Aftureldingar boðar til aðalfundar mánudaginn 20 mars kl 18.00
Fundurinn verður haldinn í Vallarhúsinu við íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ.

Framboð til stjórnarstarfa skulu berast eigi síðar en 15.mars og skal framboðum skilað til framkvæmdarstjóra Aftureldingar gretar@afturelding.is.

Dagskrá fundar

  1. Fundarsetning
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  3. Formaður deildarinna gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári
  4. Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum deildarinnar sem staðfestir hafa verið af kjörnum skoðunarmanni og gjaldkera aðalstjórnar
  5. Fjárhagsáætlun deildarinnar lögð fram til samþykktar
  6. Kosning stjórnarmanna
  7. Önnur mál
  8. Fundarslit