Hlaupahópur Nýliðanámskeið

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Hlaupahópur Aftureldingar – Mosóskokk

Vilt þú byrja sumarið í frábærum félagsskap með skemmtilegri og árangursríkri hreyfingu?

Námskeiðið hefst 1. maí og stendur í 6 vikur eða til 10. Júní.  Æfingar sem henta þeim sem eru að byrja eða að koma sér aftur í gang. Stefnt er að því að allir geti hlaupið amk 5 km í lok námskeiðsins.

Þrjár æfingar verða í viku, tvær með þjálfara á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30. Þjálfari ráðleggur svo með lengra samhlaup á laugardögum. Stefnt er að því að byrja allar æfingar með hlaupahóp Aftureldingar – Mosóskokk og geta þátttakendur þar kynnst öðrum hlaupurum og verða vonandi hluti af því skemmtilega samfélagi sem er í kringum hlaupin í Mosó.

Lokaður facebook hópur verður fyrir þátttakendur þar sem upplýsingar um æfingarnar verða settar og hægt verður að tengjast öðrum hlaupurum og spyrja spurninga ef einhverjar vakna. Einnig er hlaupahópur Aftureldingar – Mosóskokk með mjög virka facebook síðu sem allir geta fengið aðgang að.

Hlaupahópurinn nýtur góðra afsláttarkjara í ýmsum verslunum með íþróttafatnað sem þátttakendur í Nýliðanámskeiðinu fá einnig aðgang að.

Þjálfari verður Sigrún Melax. Sigrún er margreyndur hlaupari og hefur grúskað mjög mikið í hlaupafræðum. Hún hefur m.a. hlaupið Laugaveginn og Jökulsárhlaupið og tekið þátt í mörgum öðrum hlaupum. Mottó Sigrúnar í hlaupunum er „Því hægara því betra!“.

Hið árlega Álafosshlaup Aftureldingar er haldið 12. Júní og tilvalið að „ljúka“ námskeiðinu með þátttöku þar. Innifalið í námskeiðsgjaldinu er skráningargjald í hlaupahópinn amk út vorönnina sem verður í gangi fram í miðjan júlí.

Verð: kr. 9.900.- og þá er innifalin áskrift í hlaupahópinn eftir að námskeiði lýkur og út vorönnina.

Eða kr. 20.000.- og þá er innifalin áskrift í hlaupahópinn til 31.12.2023.

Skráning á námskeiðið fer fram á Sportabler hér Sportabler | Vefverslun

Sjáumst sem flest á hlaupum í sumar!