Aðalfundur Aftureldingar 2023

Ungmennafélagið Afturelding Óflokkað

Aðalfundur Aftureldingar var haldinn í Hlégarði 27.apríl 2023. Helga Jóhannesdóttir var fundarstjóri, Hanna Björk Halldórsdóttir og Árni Bragi Eyjólfsson Íþróttafulltrúar Aftureldingar voru ritarar.

Auk hefðbundinna fundarstarfa var Valdimar Leó Friðriksson heiðraður fyrir sín störf fyrir félagið. Honum voru veitt gjafir og gerður að Heiðursfélaga Aftureldingar.

 

 

 

 

 

Mynd: Raggi Óla

Undir liðnum „önnur mál“ skapaðist mikil og góð umræða. Þar fyrst tók til máls Framkvæmdarstjóri ÍSÍ Andri Stefánsson. Veitti hann öllum deildum félagsins skírteini sem staðfestir deild þeirra sem Fyrirmyndafélag ÍSÍ ásamt því að aðalstjórn fékk einnig þessi verðlaun. Síðan tók til máls Halla Karen Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs ræddi aðstöðumál og Varmársvæðið í heild sinni sem væri algjörlega komið að þolmörkum. Guðrún Kristín formaður blakdeildarinnar tók svo til máls. Ræddi þar einnig aðstöðumál deildarinnar og þá aðallega vöntun á félagsaðstöðu ásamt því að ræða styrktaraðstöðuna og einnig kom hún inná afrekstyrki félagsins. Að lokum ræddi hún einnig sterkari samskipti milli deilda félagsins til að geta sinnt iðkendum sem allra best. Katrín Jónsdóttir formaður BUR knattspyrnu tók svo til máls og bað aðalstjórn og allar deildir að skoða afsláttarkjör á æfingagjöldum og hvaða áhrif þau eru að hafa á rekstur deilda. Erla Dögg formaður meistaraflokks kvenna í handbolta tók svo til máls og talaði um áhyggjur sínar af starfsmannaveltu félagsins og kom þar inná að það hafa verið 3 framkvæmdarstjórar á síðustu 4 árum. Agnar Freyr í stjórn knattspyrnudeildar tók svo til máls, ræddi góðar hreyfingar í aðstöðumálum en kom einnig inná klefamál og félagsaðstöðuna umtöluðu hvað henni væri ábótavant. Tók svo undir með Erlu Dögg varðandi undirmönnun á skrifstofu Aftureldingar. Hanna Símonardóttir sjálfboðaliði knattspyrnudeildar tók til máls og ræddi um hvernig hægt væri að virkja fólk enn frekar til að taka þátt í sjálfboðavinnu fyrir félagið, það væri orðið erfitt umhverfi að ná þeim inn og þyrftum við að gera eitthvað í því.

 

Ársreikningur ársins 2022 var samþykktur ásamt fjárhagsáætlun Aðalstjórnar 2023. Það voru ekki bornar upp neinar lagabreytingar og því þurfti ekki að skoða það neitt frekar að þessu sinni.

Birna Kristín mun sitja áfram sem formaður Aðalstjórnar. Stjórnarmenn til tveggja ára verða Geirarður Long og Inga Hallsteinsdóttir. Varaformaður til tveggja ára er Hrafn Ingvarsson. Hildur Pála kemur inn sem Varamaður til tveggja ára. Endurskoðendur eru Erna Reynisdóttir og Kristrún Kristjánsdóttir en Kristrún er einnig skoðunarmaður reikninga. Við kveðjum Gunnar Skúla og Erlu Edvarsdóttir,  þökkum þeim fyrir vel unnin störf.

 

 

 

 

Mynd: Raggi Óla