Hlaupahópur Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Frjálsar

Afturelding og Mosóskokk sameina krafta sína og setja af stað Hlaupahóp Aftureldingar!

Börkur Reykjalín Brynjarsson verður þjálfari hópsins og munu æfingar fara fram á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30 og á laugardögum kl. 9:00. Á mánudögum og miðvikudögum verða u.þ.b. 1. klst. gæðaæfingar með léttum styrktaræfingum og lengra hlaup á laugardögum.  Alla jafna verður upphafsstaður æfinga við Lágafellslaug eða Varmárvöll en það getur verið breytilegt og mun þjálfari kynna það tímanlega á Sportabler og á facebook síðu hópsins.

Þjálfari mun passa að allir fái verkefni við hæfi og hópurinn ætti því að henta öllum hlaupurum hvort sem þið farið hratt eða hægt, langt eða stutt. Stefnt er að því að halda nýliðanámskeið á haustin og vorin þar sem þau ykkar sem ekkert hafa hlaupið fáið leiðsögn til að hjálpa ykkur af stað og komast inn í hlaupahópinn.

Við ætlum að byrja á tímabilinu september til áramóta og verður þátttökugjald aðeins kr. 15.000.- fyrir allt tímabilið. Framhaldið verður svo skoðað og kynnt tímanlega.

Skráning og greiðsla fer fram í gegnum Sportabler og er hér hlekkur á skráningasíðuna. Einnig er hægt að fara í gegnum heimasíðu Aftureldingar og finna hópinn undir frjálsíþróttadeild.  https://www.sportabler.com/shop/afturelding/frjalsar/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTMwMTA=?productOptions=Q2x1YlNlcnZpY2VQcm9kdWN0OjMxNzUy

Við lofum góðri hreyfingu í frábæru umhverfi og skemmtilegum félagsskap. Hvetjum alla til að sameinast í hreyfingunni og njóta!