Handboltaskóli Aftureldingar hefst 4.ágúst.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Handboltaskóli Aftureldingar 4.- 7. ágúst og 10.- 14. ágúst 2015 YNGRI HÓPAR Námskeið fyrir börn fædd 2006 – 2008. 4. – 7. ágúst , þriðjudag til föstudags. 10. – 14. ágúst, mánudag til föstudags. Námskeiðin verða að morgni kl: 10:00 – 12:00. Kennd verða grunnatriði í handknattleik og ýmis einföld tækniatriði ásamt því að kenna samvinnu. Skipt verður í hópa …

Birkir Benediktsson sigurvegari á European Cup 2015

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Strákarnir unnir alla sína leiki og unnu Svíþjóð með tveimur mörkum í úrslitaleiknum í gær. Flottur hópur hér á ferð sem er á fullu í undirbúningi fyrir HM sem fer fram í Rússlandi í ágúst næstkomandi.

Óskum Birki okkar og strákunum öllum innilega til hamingju með fábæran árangur sem og góðs gengis á HM.

Granollers Cup 2015

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Okkar flottu krakkar í 3 og 4 flokki karla og kvenna eru komin heiim frá Spáni en þau voru að keppa á sterku alþjóðlegu móti Granollers Cup.

Fimm í afrekshóp karla.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Fyrsti afrekshópur karla á vegum Handknattleikssamband íslands hefur verið valin. Afturelding á fimm fulltrúa í þeim hópi og munu þeir næstu þrjár vikurnar æfa undir stjórn landsliðsþjálfara HSÍ Þetta eru þeir Birkir Benediktsson, Böðvar Páll Ásgeirsson, Elvar Ásgeirsson, Gunnar Malmquist og Pétur Júníusson Við óskum þeim innilega til hamingju sem og góðs gengis. Framtíðin er svo sannarlega mjört í Mosó …

Jóhann Gunnar í úrvalslið Olísdeildar karla 2015

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Hægri skyttan okkar Jóhann Gunnar Einarsson var valin í úrvalslið Olísdeildar karla 2015 á lokahófi HSÍ sem haldið var í gullhömrum í gærkveldi Handknattleiksdeild óskar Jóhanni Gunnari innilega til hamingju.

Einar Andri besti þjálfari Olísdeildar karla 2015.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Einar Andri Einarsson var valin besti þjálfari Olísdeildar karla 2015.  Tilnefndir voru Óskar Bjarni Óskarsson Val og Patrekur Jóhannesson Haukum. Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar Einari Andra innilega til hamingju með verðlaunin.

Unglingabikar HSÍ 2015 til Aftureldingar

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Lokahóf Handknattleikssambands Íslands var haldið í Gullhömrum í gærkvöldi.   Afturelding fékk Unglingabikar HSÍ 2015 sem er veitt því félagi sem stendur best að barna og unglingastarfi á tímabilinu.  Inga Lilja Lárusdóttir formaður handknattleiksdeildar og barna og unglingaráðs tók við verðlaununum. Erum mjög stolt af þessum verðlaunum og höldum áfram okkar góða starfi hjá Barna og unglingaráði.

Olís styrkir strákana okkar í úrslitakeppninni

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Allir á völlinn
Mánudaginn 11 maí klukkan 19:30 fer fram þriðji leikur Aftureldingar og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, á heimavelli Aftureldingar.
Af því tilefni renna 5 kr. af hverjum seldum lítra á Olís
Langatanga til liðsins.
Við hvetjum alla til að mæta á völlinn og styðja Aftureldingu til sigurs!

Björgvin Franz valin í U 15 ára landslið karla.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Okkar flotti markvörður Björgvin Franz Björgvinsson hefur verið valin í æfingarhóp U 15 ára landslið karla sem spilar vináttulandsleiki gegn Færeyjum aðra helgi.

Handknatleiksdeild Aftureldingar óskar Björgvini innilega til hamingju sem og góðs gengis.