Foreldrar og keppendur

Samskipti

Skráning og samskipti við þjálfara fara fram í gegnum Sportabler.

Einnig eru eftirfarandi facebook síður og hópar þar sem má finna önnur samskipti sem eiga ekki heima í sportabler, myndir, og tilkynningar frá deildinni.
Á instagram eru settar inn myndir frá mótum og viðburðum.


Fyrir önnur samskipti er alltaf hægt að hafa samband við stjórn í gegnum tölvupóstfang deildarinnar, badminton@afturelding.is

Mót og keppnishald

Badmintonsamband Íslands (BSÍ) gefur út mótaskrá og þar má finna PDF skjal um öll mót ársins og hvenær þau eru haldin.
https://www.badminton.is/motaskra

BSÍ heldur jafnframt utan um upplýsingar um styrkleikalista og hvernig stigagjöf er háttað í þeim mótum sem gefa stig á styrkleikalista.
https://www.badminton.is/styrkleikalisti

Öll A-mót unglinga og öll fullorðinsmót á mótaröð Badmintonsambands Íslands gefa stig á styrkleikalistana.
Styrkleikalistinn er uppfærður fljótlega eftir hvert mót.

Þjálfari metur hvaða mót og hvaða flokkar henta hverjum og einum keppanda og sér um samskipti við foreldra yngri barna þegar mótsboð hefur verið gefið út.
Foreldrar barna í yngri flokkum deildarinnar bera ábyrgð á því að láta þjálfara vita tímanlega um þátttöku krakkanna.

Niðurröðun á mót og tímasetningar leikja er birt á Tournament Software, yfirleitt 2 dögum fyrir mót.