Æfingagjöld

Verðskrá haustönn 2024

 

Skráning og greiðslur

Gengið er frá greiðslu í gegnum skráningarkerfið https://www.sportabler.com/shop/afturelding/fimleikar

  • Forráðamaður ber ábyrgð á að allar upplýsingar séu rétt skráðar, þ.m.t netföng, símanúmer og heimilisföng.
  • Ef forráðamáður vill nýta frístundaávísun Mosfellsbæjar (kr. 52.000) er það gert samhliða skráningu á námskeið inn á Sportabler áður en gengið er frá greiðslu.
  • Veittur er 10% systkinaafsláttur eða 10% fjölgreinaafsláttur innan sama æfingatímabils.
  • Greitt er með kreditkorti eða greiðsluseðlum sem birtast eingöngu í netbönkum. Hægt er að dreifa greiðslum innan hvers tímabils bæði með kreditkorti eða greiðsluseðlum. Fyrir hvern útgefin greiðsluseðil innheimtist sérstakt seðilgjald kr. 390.
  • Miðað er við að æfingagjöld séu greidd í upphafi tímabils og eigi síðar en tveimur vikum eftir að iðkandi hefur æfingar. Sé það ekki gert er Fimleikadeild heimilt að skrá iðkanda og gefa út greiðsluseðill fyrir æfingagjöldum samkvæmt verðskrá án afslátta og frístundaávísunar.
  • Greiðsla æfingagjalds er forsenda fyrir þátttöku á æfingum og keppni. Mikilvægt er að hafa samband við skrifstofu Aftureldingar ef um fjárhagserfiðleika er að
    ræða og finna úrlausn sem leiðir til áframhaldandi þátttöku iðkandans.
  • Séu eldri æfingagjöld ógreidd er óheimilt að skrá iðkanda á nýtt tímabil nema vanskil séu uppgerð. Heimilt er útiloka iðkanda frá æfingum og keppni séu eldri æfingagjöld í vanskilum.
  • Hafi ekki verið gengið frá greiðslu æfingagjalda 15 dögum eftir að tímbil hefst eða ekki staðið við greiðslur samkvæmt skráningu má forráðamaður búast við gjaldið verði innheimt með tilheyrandi kostnaði, sbr. innheimtulög nr. 95/2008 og reglugerð nr. 37/2009. Tíu dögum eftir útsendingu innheimtuviðvörunar er krafan flutt til Motus til milliinnheimtu. Beri milliinnheimta ekki árangur má búast við að gjöldin verði send í löginnheimtu. Samhliða innheimtuaðgerðum er heimilt að útiloka iðkanda frá frekari æfingum og keppni.

Innifalið í æfingagjöldum eru þjónustugjöld til FSÍ.

Mótagjöld eru innheimt aukalega inn á Sportabler.

 

Athugið að æfingatímar geta breyst á milli anna.

Lengd tímabils
Vorönn 2023 allra hópa er frá 9. janúar 2023 – 28. maí 2023.

Skuldbinda þarf sig heila önn, 4 mánuði á haustin og 5 mánuði á vori.

Reynslutími / Biðlistar / Endurgreiðsla

  • Þegar nýr iðkandi hefur æfingar má hann stunda æfingar í allt að viku áður en æfingagjöld eru innheimt. Ef hann hættir innan þess tíma þarf ekki að greiða æfingagjöld. Ef iðkandi æfir lengur en í tvær vikur skal greiða fyrir allt það tímabil sem hann hóf æfingar á.
  • Fimleikadeild getur þó ekki ábyrgst að laust pláss sé í hóp iðkanda eftir að prufutíma lýkur og það er því á ábyrgð foreldra að skrá barn tímanlega til að tryggja að barnið fái pláss.
  • Ef hópur iðkanda er fullur er hægt að skrá á biðlista og reynir Fimleikadeild eftir bestu getu að koma þeim börnum inn. Biðlistarnir byggjast á fyrstur skráður, fyrstur inn.
  • Ef iðkandi hefur verið skráður en forráðamaður sér fram á að iðkandi vilji hætta æfingum er hægt að senda tölvupóst á fimleikar(at)afturelding.is innan viku frá upphafi annar og barn verður afskráð.
  • Ef iðkandi hættir æfingum innan tímabils eru æfingagjöld ekki endurgreidd nema ef um alvarleg veikindi eða meiðsl er að ræða. Sá hluti sem greiddur er með frístundaávísun fæst ekki endurgreiddur.
  • Sendi foreldrar ekki tölvupóst um að þeirra barn þiggi ekki pláss á námskeiðinu er litið svo á að barnið muni vera með og hafi foreldrar ekki sjálfir gengið frá skráningu og greiðslu fyrir 9. september áskilur deildin sér rétt til að skrá barnið og verður greiðsluseðill sendur í kjölfarið.