Þjálfarar

Jóhann Arnór Elíasson

Jóhann Arnór er Íslandsmeistari í fjallabruni 2024 og einn fremsti fjallahjólreiðamaður landsins. Hann á bakgrunn úr mótorkrossi og hefur keppnisreynslu bæði innanlands og erlendis. Jóhann er þekktur fyrir metnað, þrautseigju og öfluga tækni, og hefur verið virkur í þjálfun og uppbyggingu íþróttarinnar á Íslandi. Hann leiðbeinir ungmennum hjá Hjóladeild Aftureldingar og miðlar þar bæði reynslu sinni og brennandi áhuga á fjallahjólum.