Tímatöflur

Æfingatímar bæði fullorðinna og unglinga eru í töflunni hér fyrir neðan.
Lagt er af stað frá Varmá nema annað sé tekið fram.

Nánari upplýsingar um æfingar og staðsetningar eru veittar í lokuðum hópi meðlima á Facebook Hjóladeild Aftureldingar, Meðlimir | Facebook

Sumar
Fjallahjólaæfingar verða fyrir 18 ára og eldri á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18:00. Samhjól verður á laugardagsmorgnum kl. 09:00.
Mæting er við Varmá nema annað sé tilkynnt í Facebook hópi meðlima.
Æfingar á þriðjudögum eru með þjálfara og er Ingvar Ómarsson þjálfarinn. Áherslan verður á tækniæfingar en við pössum að hjóla á hraða sem hentar öllum og öll hafa gaman!
Þó æfingarnar séu fjallahjólaæfingar eru gravel hjól velkomin.
Á fimmtudögum kl. 18:00 og laugardögum kl. 09:00 verður samhjól.
Rafmagnsfjallahjól njóta mikilla vinsælda og verður sérstakt samhjól rafmagnsfjallahjóla á miðvikudögum kl. 18:00 frá Varmá.
Kvennasamhjól verður einnig á miðvikudögum kl. 18:00 og eru öll hjól velkomin, venjuleg fjallahjól og rafmagnsfjallahjól.

Fjallahjólaæfingar ungmenna
Unglingaflokkur 12-17 ára verður starfræktur í sumar, frá 23. apríl til 15. október.
Æfingar í unglingaflokki verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30, mæting í Varmá.
Þjálfarar verða Jóhann Elíasson og Ingvar Ómarsson.

Hjóladeild Aftureldingar er í samstarfi við Víking
Meðlimir í deildinni hafa aðgang að götuhjólaæfingum hjá Víkingi, farið er frá Víkinni í Fossvogi, vallarmegin við húsið.

Skráning í hjóladeild Aftureldingar gegnum Abler – https://www.sportabler.com/shop/afturelding/hjol

Fjallahjólaæfingar  – Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 17:30. Útihjól með þjálfara. Varmá, nema annað sé auglýst.