Hópurinn að taka á sig mynd fyrir fótboltasumarið.

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Elín sem hefur verið fyrirliði liðsins undanfarið hefur leikið með Aftureldingu nánast óslitið síðan árið 2007. Elín sem er 28 ára gömul spilaði 15 leiki í fyrra í deild og bikar og skoraði þrjú mörk.

Aldís Mjöll Helgadóttir hefur einnig samið til tveggja ára. Aldís sem missti af síðasta tímabili vegna meiðsla hefur spilað með meistaraflokki í rúm 5 ár síðan hún var 16 ára og hefur undanfarin ár verið ein af máttarstólpum liðsins.
Aldís á að baki 58 leiki og hefur skorað 5 mörk fyrir Aftureldingu í Íslandsmóti og bikarkeppni.

Þá er Eva Hafdís Ásgrímsdóttir komin til Aftureldingar á lánssamning út tímabilið frá Þór/KA. Eva Hafdís, sem er 21 árs gömul á að baki um 20 leiki fyrir Þór/KA.