Aðalfundur knattspyrnudeildar Aftureldingar fer fram 18. mars næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 18.30 í Vallarhúsinu að Varmá.
Dagskrá aðalfundar:
1. Fundarsetning.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin og borin undir atkvæði.
4. Formaður deildar gerir grein fyrir starfssemi deildarinnar á liðnu starfsári.
5. Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum deildarinnar,sem staðfestir hafa verið af kjörnum skoðunarmanni og gjaldkera aðalstjórnar.
6. Fjárhagsáætlun deildarinnar lögð fram til samþykktar.
7. Kosningar:
a) Kosinn formaður og varaformaður.
b) Kosinn helmingur meðstjórnenda til tveggja ára í senn.
8. Önnur mál.
9. Fundarslit.
Félagar eru hvattir til að mæta, sem og allt áhugafólk um knattspyrnumál.