Pepsi deild kvenna hefst á sunnudag

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Pepsi deild kvenna hefst á sunnudag þegar Afturelding fær nýliða FH í heimsókn á Varmárvöll. Leikurinn hefst kl 19:15

FH liðið vann 1.deild sannfærandi í fyrra og ætlar sér stóra hluti í sumar. Í liðinu er einn efnilegasti framherji landsins, Aldís Kara Lúðvíksdóttir og nú nýlega gekk hin reynslumikla Sarah McFadden til liðs við Hafnfirðinga. Þjálfari FH er Helena Ólafsdóttir og henni til aðstoðar er Guðrún Jóna Kristjánsdóttir. Liðinu er þó spáð í neðri hluta deildarinnar.

Afturelding kemur til leiks með sína ungu og efnilegu leikmenn, orðna árinu eldri og reyndari. Mikið mun mæða á Láru Kristínu Pedersen í sumar og miklar vonir eru einnig bundnar við Halldóru Þóru Birgisdóttur sem var valin leikmaður ársins í fyrra í Mosfellsbæ. Breski framherjinn Carla Lee er komin aftur sem og þrír aðrir erlendir leikmenn. Líklegt er að þær Erica Henderson og Vendula Strnadova muni vekja athygli en þar eru á ferð mjög öflugar stelpur.

Knattspyrnudeild hvetur Mosfellinga til að fjölmenna á völlinn og setja tóninn fyrir frábært fótboltasumar. Áfram Afturelding !!