Frábær heimasigur á Gróttu

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Gróttumenn voru fyrri til að skora eftir um hálftíma leik en Alexander Aron Davorsson var fljótur að svara fyrir okkar menn og staðan jöfn í hálfleik. Síðari hálfleikur var fjörugur og Arnór Snær Guðmundsson kom okkur yfir stuttu eftir hlé. Gróttumenn jöfnuðu metin en tvö snögg mörk frá Aftureldingu tryggðu sigurinn. Fyrst skoraði John Andrews úr víti og síðan bætti Magnús Már Einarsson við fjórða markinu og góður 4-2 sigur staðreynd.

Liðið vann þar með sinn annan heimaleik í röð og virðist vera að smella saman eftir rólega byrjun í deildinni. Afturelding er um miðja deild en á fimmtudag bíður annað verkefni þegar Reynir Sandgerði kemur í heimsókn en Reynismenn sitja á toppi deildarinnar eftir fimm umferðir.