Nú er búið að setja allar helstu upplýsingar inn í Sportabler svo hvetjum ykkur til að kíkja þangað inn.
Þar getið þið m.a.
- Skoðað tímasetningar æfinga – og fengið tilkynningu ef æfing fellur t.d. niður vegna veðurs
- Merkt við hvort ykkar barn mætir á æfingu (og sett skýringu ef það kemst ekki)
- Skoðað tímasetningar næstu badmintonmóta
- Skráð og borgað fyrir mót þegar búið er að auglýsa skráningu
- Sent skilaboð á þjálfara og fengið tilkynningar frá þeim
- Stillt hvort þið fáið tilkynningar í appið og/eða tölvupósti
Sportabler er forritið sem þið notuðuð þegar þið skráðuð barnið ykkar í badmintonið en Afturelding notar það núna fyrir allar sínar greinar svo þið hafið þá yfirlit yfir allar æfingar ykkar barna á einum stað.
Við hvetjum ykkur til að hlaða niður appinu eða kíkja inná sportabler.com