Bókin Íslensk knattspyrna 2021 eftir Víði Sigurðsson er komin út hjá Sögum útgáfu en þetta er 41. árið í röð sem þetta ársrit um fótboltann á Íslandi er gefið út.
Bókin er 272 blaðsíður í stóru broti og fjallað er ítarlega um allt sem gerðist í íslenskum fótbolta á árinu 2021.
Landsleikir, Evrópuleikir, Íslandsmótið í öllum deildum, bikarkeppnin, yngri flokkarnir, Íslendingarnir erlendis, dómararnir, vetrarmótin og fjölmargt fleira. Einnig samantekt á þeim málum sem voru mikið í fréttum seinni hluta ársins. Viðtöl við Mist Edvardsdóttur hjá Val og Kára Árnason úr Víkingi.
Um 400 myndir af liðum og leikmönnum eru í bókinni, m.a. af öllum liðum efstu deilda karla og kvenna og öllum liðum sem fóru upp um deildir á árinu, sem og af öllum meistaraliðum yngri flokka á Íslandsmótinu.