Þá er keppnistímabil fimleikadeildar Aftureldingar lokið og endaði þetta allt saman á flottri frammistöðu 4. flokka í A deild á Vormóti yngri flokka.
Síðasta tímabil kvöddum við Covid að mestu leiti, þá náðu hóparnir okkar nokkrum mótum.
Þetta tímabil bætti síðasta heldur betur upp og fór deildin á 15 mót í vetur, spilaði fram 16 mismunandi liðum, náðu í fleiri en einn Bikarmeistaratitil og hellings reynslu.
Árangurslega séð þá var þetta tímabil eitt það besta sem Afturelding hefur átt í fimleikum, mörg lið að koma á óvart og standa vel af vígi á mótum.
Fyrir deildina er áragur ekki bara lokaniðurstaða móta eða röð sæta og einkunnir.
Iðkendur okkar eru almennt ánægðir og áhugasamir, það er metnaður og það eru bætingar.
Við sjáum að iðkendur okkar eru ekki hræddir við áskoranir og takast á við hlutina, það er okkar sigur.
Þetta sjáum við í gegnum góða skráningu á viðburði, samskipti iðkenda og þjálfara og góð samskipti við foreldra.
Fimleikadeildinni langar að þakka kærlega fyrir virkilega flott og magnað tímabil í vetur.
Okkur hlakkar mikið til að vinna með öllu þessu flotta fólki aftur næsta vetur og fá að vinna saman að frekari markmiðum.
Takk fyrir okkur og til hamingju Afturelding !