Einar hefur síðustu tvö ár leikið með Njarðvík en þar áður lék hann með Valsmönnum. Koma Einars er mikill fengur fyrir lið Aftureldingar á komandi sumri. Auk þess að vera öflugur varnarmaður hefur Einar verið iðinn við markaskorun en síðustu tímabil hefur hann skorað 5-10 mörk á hverju sumri.
Afturelding býður Einar velkominn í sínar raðir!
Frá undirritun í kvöld. Frá vinstri: Baldvin Jón Hallgrímsson aðstoðarþjálfari, Einar Marteinsson og Pétur Magnússon, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Knattspyrnudeild Aftureldingar. Mynd: Raggi Óla