Í sumar mun Taekwondo deildin standa fyrir ævintýranámskeiði fyrir börn á öllum aldri. Námskeiðið í fyrra fylltist í bæði skiptin og komust færri að en vildu. Drekaævintýrið er skipulegt fyrir nýja iðkendur sem og núverandi iðkendur. Því geta allir mætt, hvort sem þau hafa verið í bardagalistum áður eða ekki. Ef þín börn hafa gaman af útiveru, leikjum og bardagalistum þá er Drekaævintýrið eitthvað fyrir þau.
Farið verður í fjallgöngur, ratleiki, Taekwondo tækni, sjálfsvörn og sund svo eitthvað sé nefnt. Gestakennarar úr öðrum bardagalistum munu einnig koma í heimsókn með fjölbreytta dagskrá.
Barnið þitt getur því prófað margar bardagalistir á einu og sama námskeiðinu.
Allir krakkar fá Drekaboli á námskeiðinu.
Hvar
Námskeiðið fer fram í íþróttahúsinu við Varmá frá 13-16 og er hópnum skipt í tvennt eftir aldri. Fjöldi þjálfara sjá um námskeiðið og því fjölbreyttar áherslur hverju sinni. Reynt verður að halda námskeiðið utandyra eins mikið og kostur er, en annars í Taekwondo sal Aftureldingar.
Tímabil og verð
Boðið verður upp á drekaævintýrið tvisvar sinnum yfir sumarið. Það stendur yfir í tvær vikur en þó verður hægt að skrá sig aðra vikuna.
Fyrra námskeiðið er frá 16. júní- 27. júní og seinna námskeiðið frá 11. ágúst – 22. ágúst og mæting klukkan 13:00 alla virka daga.
Fyrra námskeiðið kostar 7.000,- ein vika og 12.000,- tvær vikur
Síðara námskeiðið kostar 8.000,- ein vika og 15.000,- tvær vikur
Skráning fer fram á taekwondo@afturelding.is og frekari upplýsingar um námskeiðið fást í síma 7798217