Liðin hafa mæst þónokkru sinnum undanfarin ár og hafa skipst á að vinna. Afturelding vann leik liðanna í Lengjubikarnum í vor en í deildinni í fyrra unnu liðin hvorn sinn heimaleik.
Hamar hefur byrjað rólega, gerði þrjú jafntefli í röð í upphafi móts og tapaði síðasta leik og er í tíunda sæti. Afturelding tapaði hinsvegar sínum fyrsta leik á tímabilinu um helgina og er sem stendur í fimmta sæti.
Knattspyrnudeild hvetur Mosfellinga til að heimsækja hið framsækna sveitarfélag austan fjalls og styðja við strákana og nota tækifærið og virða þar fyrir sér knattspyrnuhöll þeirra Hvergerðinga en slík mannvirki vilja auðvitað öll alvöru sveitarfélög bjóða sínum íbúum nú til dags.
Áfram Afturelding !