ALGJÖR SNILLD !
Mikið sem ég er stoltur og glaður að tilheyra svona ört vaxandi og flottri körfuboltadeild í Mosfellsbænum. Það voru 58 börn skráð frá Aftureldingu raðað í 11 liðum frá okkur á mótið hjá Fjölni nú um helgina og þau spiluðu 66 leiki með bíóferð, sundferð, sumir skelltu sér á skauta á meðan aðrir eyddu tímanum saman og urðu betri vinir.
Frábær tilþrif sáust í þessum leikjum þar sem fölskvalaus gleði, jákvæðni og samheldni (samspil) var í aðalhlutverki. Ég get ekki annað en hrósað ykkur foreldrar góðir einnig fyrir utanumhald og virkar spjallsíður því að í svona “caósi” er gríðarlega mikilvægt að allir vinni saman og upplifun krakkanna og vonandi ykkar er sem mest. Hér fylgja með nokkrar myndir sem mér voru send um helgina. Ólafur Jónas var mjög sáttur við framfarirnar hjá öllum krökkunum og svo sannarlega skemmtilegt að vera partur af þessum hópum. Aðstoðarþjálfararnir og aðrir stóðu sig mjög vel og mikilvægt á þessum aldri að vera sýnilegur, virkur og hvetjandi.
Virkilega skemmtilegt allt saman og jákvætt inn í nóvembermánuð en næsta mót verður í 7. – 8. desember og þar ætlum við vonandi líka að fjölmenna og láta ljós okkar skína.
Má til með að láta fylgja með hér comment sem ég sá á einni spjallsíðu foreldranna um helgina: “ X er svo spenntur að hann hafði orð á því í gær að hann væri líka SVOO spenntur að hitta strákanna, þeir væru svo skemmtilegir. Þetta kallar maður góða liðsheild “
Það gleður okkur afskaplega mikið sem að starfinu og deildinni koma að þið séuð ánægð.
Látið orðið því endilega berast sem víðast við tökum glöð á móti öllum bæði stelpum og strákum sem vilja koma og prófa þetta frábæra sport.
Óli og allir þjálfararnir skila kærum kveðjum!
Áfram Afturelding Körfubolti
Kveðja
Sæbi yfirþjálfari