Flott teymi verður en flottara

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Fimleikadeild Aftureldingar hefur fengið glæsilega viðbót í flott þjálfarateymi en það er hún Rebecka Sofie Ledin. Rebecka er 29 ára og kennari að mennt, útskrifaðist úr Högskolan I Gävle í Svíþjóð. Hún hefur verið upptekin af fimleikum alla sýna ævi en byrjaði að þjálfa 12 ára gömul. Rebecka kemur til okkar frá klúbbi í Stokkhólmi en þar þjálfaði hún yngri flokka upp í unglingaflokka á aldrinum 13-14. Flokkarnir hennar voru meðal efstu unglingaliða í fimleikum í Svíþjóð. Hún sjálf segir að það sem heillar hana mest við fimleikana og hvetur hana áfram er ást hennar á hreyfingunni og að sjá gleðina hjá íþróttamönnunum þegar þeir ná árangri eða standast erfiðar persónulegar áskoranir.

Rebecka verður verkefnastjóri á 1. og 2. bekk og leikskólahópum á virkum dögum en ásamt því er hún að kenna drengjunum okkar listrænu hlið fimleikanna. Næsta vetur kemur hún svo inn í frekari verkefni hjá deildinni.