Fjölmargir leikir voru leiknir um helgina hjá körfuknattleiksdeildinni þrír flokkar frá okkur léku víðs vegar um landið. Fyrst ber að nefna að 6. bekkur krakkar fæddir 2013 léku á sínu öðru körfuboltamóti í vetur en þeir fóru styðst að þessu sinni yfir lækinn í Grafarvoginn. Við sendum eitt lið til keppni í flokknum en það hefur verið virkilega góður stígandi í þessum flokk á árinu og spennandi og gaman að sjá framfarirnar hjá þeim. Þeir léku fjóra leiki um helgina og stóðu sig með miklum sóma sigruðu þrjá og töpuðu einum naumlega sem gefur bara góð fyrirheit um komandi vor. Strákarnir eru staðráðnir í að gera vel áfram, æfa vel og mæta klárir í næsta mót. Bergsveinn Jóhannesson nýr þjálfari drengjanna í 5.-6. bekk var virkilega ánægður með hópinn um helgina. Mikil samheldni og gleði í hópnum sem vonandi heldur áfram.
8.flokkur sem eru strákar fæddir 2011 mætti með tvö lið til keppni í Íslandsmótinu en fjölmargir strákar eru að æfa í þessum flokk. Leikið var í Ásgarði í Garðabæ í umsjón Stjörnunnar. Mótið litaðist töluvert af gulum og appelsínugulum viðvörunum hvar lið norðan úr landi komust ekki í bæinn. Það riðlaði aðeins leikjaplaninu almennt. A-liðið okkar lenti í alvöru brasi yfir helgina uppfullum af meiðslum og veikindum og öðru skemmtilegu. Þá eru bara tækifæri fyrir aðra að stíga upp og reyna sig á stóra sviðinu. Það mun klárlega skila sér til lengri tíma og þeir ætla að leggja mikið á sig á næstunni æfa vel og gera sig klára í næsta mót. Fjórir tapleikir staðreynd hjá A, liðinu sem færast þá úr B-riðli niður í C-riðil fyrir næsta mót. B-liðið lék einnig um helgina en þessir leikir fara eins og hjá A-liðinu, allir í reynslubankann. Þessi hópur er auk þess að fara í skemmtilega æfingaferð til US næsta sumar og því mikilvægt að æfa áfram vel og undirbúa sig undir komandi átök. Meira um það síðar. Hlynur Logi er þjálfari hópsins og hann var ánægður með baráttuna og eljuna og þá staðreynd að engin uppgjöf er í hópnum og þeir staðráðnir í að æfa vel og prófa sig aftur í næstu umferð
10.flokkur, strákar fæddir 2009 sem einnig er með tvö lið í keppni Íslandsmótsins, annað liðið spilar í 1. deild og hitt í 3. deild. Hópurinn hélt norður í land á föstudag og í ljósi veðurviðvaranna var reynt að fara tímanlega af stað. Ferðin gekk vel norður og strákarnir lukkulegir þegar haldið var á Greifann og borðaður kvöldmatur á föstudegi. Bæði A og B-liðið áttu leiki gegn heimamönnum í Þór Akureyri á laugardeginum. Þetta var frábært tækifæri fyrir hópinn að þétta raðirnar og vera saman en hópurinn er einstaklega samheldin og skemmtilegir, en fjölmargir foreldrar fylgja þessum hóp hvert á land sem er. A.liðið hóf leik fyrst og úr varð hörkuleikur þar sem við náðum í sigur 89-82. Eftir fagmannlega frammistöðu í seinni hálfleik, þar sem góður varnarleikur og yfirvegaður sóknarleikur var lykill að sigri. B-liðið átti síðan leik strax í kjölfarið og byrjuðu þeir leikinn mikið mun betur og leiddu með 13 stigum 26-13 eftir fyrsta leikhluta. Þar sem Sölvi Már átti frábæra spretti skoraði 10 fyrstu stig okkar manna. Þórsarar þéttu raðirnar og náðu að minnka muninn og svo í lok 3ja leikhluta höfðu þeir janfað leikinn 64-64. Fjórði og síðasti leikhlutinn var síðan æsispennandi sem þó lauk með mjög naumu tapi 82-76. Hörku hörku barátta í báðum hópum. Sigur og tap á erfiðum útivell og hópurinn kátur eftir daginn.
Næsta verkefni hjá þeim er síðan undanúrslitaleikur í 11. flokki í Bikarkeppni KKÍ en þar leika þeir í Smáranum gegn Breiðablik á mánudagskvöld kl. 21:00. Eins og áður hefur komið fram eru þetta allt strákar í 10. flokki sem leika í 11. flokki og því algjörlega frábært tækifæri fyrir þá að leika gegn sterkari andstæðingum og þeir ætla að selja sig dýrt og leggja allt á sig og reyna að komast í bikarúrslit.
Allir hvattir til þess að fylgjast með á samfélagsmiðlum og mæta og hvetja okkar Aftureldingarfólk til dáða á kappleikjum.
Áfram Afturelding Körfubolti