Axel Óskar á reynslu til Reading í Englandi

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Axel er fæddur árið 1998 og spilar sem miðvörður með 3. flokki Aftureldingar. Hann hefur spilað allan sinn feril með Aftureldingu. Knattspyrnudeild Aftureldingar óskar honum góðs gengis ytra.

Borgin Reading er staðsett í Thames dalnum rétt vestan við höfuðborgina London og búa þar um 155 þúsund manns. Knattspyrnulið borgarinnar leikur í næst efstu deild í Englandi en hefur leikið af og til í Úrvalsdeildinni, síðast í fyrra. Nokkrir Íslendingar hafa leikið með Reading á síðustu árum en þeir Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson léku báðir lengi með liðinu. Þá var Gylfi Sigurðsson á mála hjá Reading fyrir nokkrum árum.