Styttist í næstu leiki á N1 vellinum

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Meistaraflokkur karla hefur verið á ferð og flugi undanfarið og leikur á Egilsstöðum á morgun laugardag gegn Hetti sem situr í neðsta sæti deildarinnnar. Undanfarið hefur verið nokkuð jafnræði með liðunum, bæði lið hafa unnið tvisvar og einu sinni hefur orðið jafntefli síðan 2010. Má því reikna með spennandi leik þrátt fyrir erfiða stöðu Hattarmanna sem stendur.

Athyglisvert er að síðasti heimaleikur strákanna var í byrjun mánaðarins gegn HK en frá næsta heimaleik þar á undan hafa þeir leikið fimm útileiki og þann sjötta núna á laugardag.

Strákarnir koma svo loks aftur á Varmá á miðvikudaginn 31.júlí og mæta þá KV.

Stelpurnar hafa verið í fríi frá 1.júlí vegna EM í knattspyrnu en Pepsideildin er að fara af stað að nýju og verður fyrsti leikur eftir frí á þriðjudaginn 30.júlí gegn Val.