Tveir Bikarmeistaratiltar í hús!

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Dagana 21.-23. mars fór fram Bikarmót í hópfimleikum í Egilshöllinni.

Fimleikadeild Aftureldingar sendi frá sér 4 lið sem kepptu í 1. flokk blandaða liða, 2. flokk blandaða liða, 3. flokk kvk og stökkfimi.

Frábær frammistaða hjá öllum liðunum og er deildin að rifna úr stolti þessa dagana.

  1. flokkur blandaðra tók heim Bikarmeistaratitilinn
  2. flokkur blandaðra tók líka heim Bikarmeistaratitilinn
  3. flokkur kvenna tók 3. sætið og stökkfimi flokkurinn náði 4. sætinu

Þrátt fyrir að 1. flokkurinn hefði verið eina liðið að keppa að þá er þessi titill vel verðskuldaður.

Stóra fréttin eftir þetta mót er að 2. flokkur í blönduðum flokki tókst að sigra mótið en í þeim flokki er mjög hörð keppni. Á síðasta móti sem liðið háði keppni þá endaði liðið í 3. sæti en núna á Bikarmóti 2025 tókst þeim að sigra á einungis 0,45 stigum sem er alls ekki mikið í fimleikaheiminum.

Við óskum öllum þessum liðum innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að sjá þau keppa aftur eftir nokkrar vikur á Íslandsmóti.

2. flokkur blandaðra liða

 

  1. flokkur blandaðra liða