FH kemur í heimsókn í Pepsideildinni á þriðjudag

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Spennan í deildinni vex með hverri umferð en nú eru aðeins 6 leikir eftir af tímabilinu og Afturelding þarf nauðsynlega á öllum stigunum að halda. Í fyrri umferðinni fór FH með öruggan sigur af hólmi og nú er lag að bæta fyrir það með góðum leik og þremur stigum að setja í pottinn góða.

Liðin sitja hlið við hlið í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar þó FH hafi reyndar sex stigum meira. Hafnfirðingar tefla fram fínu liði með mörgum efnilegum heimastúlkum auk öflugra erlendra leikmanna og eru undir stjórn Guðrúnar Jónu Kristjánsdóttur sem áður þjálfaði í Mosfellsbænum.

Knattspyrnudeild hvetur nú Mosfellinga til að mæta á völlinn á þriðjudag og styðja við bakið á stelpunum okkar í baráttunni

Áfram Afturelding !