Sumarstarf Hjóladeildar 2025

Hjóladeild AftureldingarHjól

Hjóladeild Aftureldingar býður til sumarhjóla með skemmtilegum og samheldnum hópi þar sem áherslan er á að njóta þess að hjóla á stígum og slóðum í fallegu umhverfi Mosfellsbæjar og nágrennis.
Við leggjum af stað frá Varmá nema annað sé tilkynnt.

Á laugardögum förum við jafnvel í lengri ferðir eða sérstakar rafmagnshjólaferðir en nánari upplýsingar um laugardagana er kynnt á Facebook hópi meðlima.

Starfið er fyrir 18 ára og eldri og hentar öllum sem vilja hjóla í góðum félagsskap – hvort sem þú ert með hefðbundið fjallahjól eða rafmagnsfjallahjól.

Sérstakt tilboð í maí! 🎉

Frá 1. til 18. maí er frítt að mæta í samhjól og prófa starfsemi Hjóladeildarinnar. Komdu og hjólaðu með okkur!

Samhjól í allt sumar:

  • 📅 Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 18:00
    📍 Lagt er af stað frá Varmá

  • 📅 Laugardagar kl. 09:00
    📍 Lengri ferðir öðru hverju, staðsetning auglýst í Facebook-hópi meðlima.

Við hjólum saman og skiptum oft í hópa eftir getustigi.

Götuhjólreiðar 🚴‍♂️

Fyrir þá sem hafa áhuga á götuhjólreiðum, er einnig hægt að mæta á æfingar hjá Víkingum.
Upplýsingar um götuhjólaæfingar er að finna á vikingur.is/hjolreidadeild

📌 Skráning og upplýsingar:

➡️ Skráning fer fram í gegnum Abler:
🔗 sportabler.com/shop/afturelding/hjol

➡️ Upplýsingar um æfingagjöld:
🔗 afturelding.is/hjol/aefingagjold/

➡️ Tímatöflur og dagskrá:
🔗 afturelding.is/hjol/timatoflur/

Frekari tilkynningar og upplýsingar má finna á meðlimasíðu Hjóladeildar á Facebook – við hvetjum alla til að fylgjast vel með þar! 📣