Sumarnámskeið og sumaræfingar

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Fimleikadeild Aftureldingar verður með vinsælu sumarnámskeiðin sín áfram í ágúst eða alveg til föstudags 22. ágúst.

Hægt er að skrá heila daga og hálfa daga eftir því sem hentar fyrir hverja viku.

Stefnt er að því að haustönnin hefjist mánudaginn 1. september og skráningar hefjist 26. ágúst.

Þangað til verður nóg að gera á sumaræfingum sem eru núna í gangi og verða út ágúst.

Deildin mælir sterklega með því að skrá og mæta á sumaræfingar og ná sér bæði andlega og líkamlega á strik fyrir önnina.

Hægt er að skrá sig hér:

https://www.abler.io/shop/afturelding/fimleikar?country=IS