Það er sigur fyrir fimleikadeild Aftureldingar að ná til okkar Jonas Lund fimleikaþjálfara!
Jonas Lunde er danskur og með 13 ára reynslu í hópfimleikum.
Síðustu 10 árin eða frá 2015 hefur Jonas verið mikilvægur þáttur í uppbyggingu Arendals Turnforening sem er í dag eitt sterkasta fimleikafélagið í Noregi.
Jonas hefur sigrað með liðum sínum þrjá norska tiltla og komið þeim fjórum sinnum á pall á alþjóðlegum mótum og af því einu gulli.
Deildin er spennt að sjá þann vöxt sem verður á iðkendum okkar þegar hann Jonas bætist við okkar flotta þjálfarateymi.
Jonas mun koma inn á drengjaflokkana okkar, eldri flokkana og okkar nýjasta meistaraflokk!