Gríðarlega mikilvægur leikur hjá strákunum.

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Afturelding er í öðru sæti deildarinnar og með örlögin í sínum eigin höndum hvað varðar möguleikann á 1.deildar sæti að ári. Til þess þurfa strákarnir þó að klára báða leikina og líklega dugar ekkert annað en sex stig til að vera vissir með að komast upp.

HK er í efsta sæti með 37 stig og 19 mörk í plús en Afturelding er með 36 stig og 15 mörk í plús í öðru sæti. KV eru jafnir okkur að stigum í þriðja sæti en einu marki lakara markahlutfall og síðan kemur Grótta í fjórða sæti með 34 sæti og svo ÍR með 33 stig í því fimmta. Spennan er því í algeru hámarki fyrir síðustu tvær umferðarnar.

Leikið er sem fyrr segir í Fagralundi á laugardag og hvetur knattspyrnudeild alla sem vettlingi geta valdið að fjölmenna í Kópavoginn og styðja við strákana okkar í toppbaráttunni.