Afturelding Körfubolti ætlar að bjóða upp á 4 vikna námskeið til áramóta (8 æfingar), Séræfingarskóli Aftureldingar, þar sem iðkendur fá tækifæri til að þróa og bæta sinn leik en jafnframt æfa eins og atvinnumenn undir handleiðslu atvinnumanns í greininni.
Fyrst um sinn munum við bjóða iðkenndum frá 9. bekk og upp í meistaraflokk þetta einstaka tækifæri (2011 og eldra). Eftir áramót er stefnt að því að opna fyrir yngri iðkenndur eftir þennan reynslutíma.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er atvinnumaðurinn Pablo Bertone, sem á að baki langan feril sem atvinnumaður í körfubolta. Fyrst var hann í bandarískum háskólabolta og eftir það sem atvinnumaður í faginu. Núna er hann leikmaður Stjörnunnar í Garðabæ, þar áður varð hann Íslandsmeistari með Val en fyrst kom hann til landsins í Hauka undir stjórn yfirþjálfara deildarinnar. Pablo kemur með víðtæka þekkingu og mun kenna leikmönnum hvað þarf til að bæta leik sinn, taka næstu skref og tileinka sér hugarfar og vinnubrögð atvinnumanns. Sævaldur, yfirþjálfari Aftureldingar, verður Pablo til halds og trausts en 20 laus pláss eru á þessu fyrsta námskeiði og verður hópnum skipt upp og hver og einn ætti því að fá góðan tíma til að vinna í sínum leik.

Æfingarnar verða haldnar í nýja glæsilega íþróttasalnum okkar í Helgafellsskóla og standa yfir fram að áramótum – samtals 8 æfingar. Æft verður tvisvar í viku, 60 mínútur í senn á miðvikudögum kl. 20:00–21:00 og ein helgaræfing (lau/sun) kl. 09:00–10:00 – nánar auglýst á Abler.
Skráning er nú opin inn á abler.is
Ekki láta þetta einstaka frábæra tækifæri fram hjá þér fara!
Áfram Afturelding körfubolti


