Körfuknattleiksdeildin og markþjálfinn Birna Kristín Jónsdóttir í spennandi samstarf!

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar er stolt af því að tilkynna að undirritaður hefur verið samstarfssamningur við Birnu Kristínu Jónsdóttur,  vottaðan markþjálfa. Birnu Kristínu þarf vart að kynna fyrir Mosfellingum og Aftureldingu en hún var formaður Aftureldingar á árunum 2018-2024, gjaldkeri aðalstjórnar þrjú ár fyrir það og mjög virkur þátttakandi í íþróttastarfi félagsins sem sjálboðaliði, foreldri svo fátt eitt sé nefnt.  Samstarfið markar nýjan kafla í þjálfun og þróun leikmanna körfuknattleiksdeildar Aftureldingar, þar sem lögð verður áhersla á að efla andlega og huglæga hlið íþróttarinnar okkar.  Körfuknattleiksdeild Aftureldingar hefur það að markmiði sínu að bjóða upp á frammúrskarandi þjónustu í heimabyggð og efla körfuboltasamfélagið í Mosfellsbænum.  Það er því trú okkar að með þessu samstarfi séum við að hjálpa iðkenndum okkar að eflast enn frekar hvort sem það er í körfunni eða bara að efla einstaklinganna til góðra verka í samfélaginu okkar og framtíðinni.

Samningurinn felur í sér að Birna Kristín mun vinna náið með elstu iðkendum okkar, auk þjálfarateymi deildarinnar. En einnig mun deildin í samstarfi við Birnu halda vinnustofur fyrir iðkenndur, foreldra og forráðamenn yngri flokka deildarinnar eftir áramót þar sem farið er í gegnum góð samskipti, góðar venjur hvernig við getum orðið betri liðsfélagar. Það verður  auglýst nánar síðar en einnig munu þjálfarar deildarinnar hafa aðgang að Birnu með ráðgjöf og við getum hvatt iðkenndur til þess að nýta sér þjónustu Birnu þegar fram í sækir.

Markmiðið deildarinnar er að styrkja leikmenn í að ná hámarksárangri á vellinum sem og í lífinu almennt með því að:

  • Efla sjálfsþekkingu og sjálfstraust
  • Efla styrkleika og vera meðviðaður um veikleika
  • Kenna árangursríkar aðferðir í streitustjórnun og fókus
  • Styrkja hópinn og bæta samskipti

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar hefur ávallt lagt metnað sinn í heildræna nálgun á íþróttaþjálfun. Með þessu samstarfi teljum við okkur stíga mikilvæg skref í að veita iðkendum okkar fleiri verkfæri sem þarf til að blómstra í sínu íþróttaumhverfi.

„Við erum himinlifandi með að fá Birnu til liðs við okkur,“ segir Sævaldur Bjarnason yfirþjálfari KKD-Aftureldingar.  „andlegur styrkur og hugarþjálfun, seigla er jafn mikilvæg eða mikilvægari en líkamlegur styrkur í nútíma íþróttum. Við erum sannfærð um að reynsla Birnu og þekkinn hennar á umhverfinu í Aftureldingu muni hjálpa okkar leikmönnum að taka stór framfaraskref. Þetta er fjárfesting í framtíðinni.“

Birna Kristín segist hlakka til samstarfsins: „Ég hef mikla trú á starfi Aftureldingar og hvernig deildin hugsar um sína iðkendur. Ég mun leggja mig alla fram við að styðja við þá frábæru vinnu sem þegar er í gangi og hjálpa leikmönnum að opna nýjar dyr í sínum hugarheimi til að ná markmiðum sínum. Ég er ótrúlega stolt af körfunattleiksdeildinni að fara í þessa vegferð og efla andlega þjálfun. Saman munum við skapa öflugan og þrautseigan íþróttamann.“

Körfuboltadeild Aftureldingar býður Birnu Kristínu hjartanlega velkomna og hlakkar til að sjá árangurinn af þessu öfluga samstarfi.