Afturelding í Afríku

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Fyrir fimm árum síðan var gömlum keppnisbúningum knattspyrnudeildar safnað saman og þeir sendir til Úganda þar sem þeir vorur afhentir skóla sem ABC Barnahjálp rekur þar í landi. Búningarnir hafa heldur betur komið í góðar þarfir og eru vel nýttir en hafa enst ótrúlega vel.

Meðfylgjandi er mynd af drengjaliði skólans en þessa pilta skortir margt annað en metnaðinn því þeir stefna að því að keppa við Manchester United í framtíðinni.

Knattspyrnudeild óskar þeim velfarnaðar og gleðst yfir að gömlu Aftureldingarbúningarnir hafi komið að góðum notum

Um starf ABC barnahjálpar í Úganda: http://www.abcchildrensaid.org/is/index.php/starfsemin/afrika/uganda